Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað næst, rokkað með rasistum?

Það er umhugsunarefni  fordómarnir í garð áliðnaðar hjá vel meinandi fólki.  Spurning hvort ekki sé rétt og skynsamlegt að skoða málið betur áður en farið er af stað með mótmæli gegn álverum.

 


mbl.is Björk og Sigur Rós með útitónleika í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúbb vikunar?

Í fréttablaðinu í dag er sagt frá því að starfsmaður Alcan lesi fréttir á RÚV í aukavinnu .   Þykir hann með betri þulum sem fram hafa komið á seinni árum. 

Blaðamaðurinn jbg vitnar í Óðinn Jónsson fréttastjóra sem segist afskaplega ósáttur ef satt reynist.

Sigrún Stefánsdóttir  segir að hún hafi haldið að starfsmaðurinn væri atvinnulaus þegar hún réði hann. Hún hyggst samt ekki grípa til neinna aðgerða enda hafi þulir enga ritstjórnarlega ábyrgð og hún líti ekki á þetta sem neitt mál.

 

Ég þekki bónda sem stundum grípur í að keyra flutningabíl.  Spurning hvort ekki sé rétt að láta Fréttablaðið vita?

 

   

 


Geir Haarde green leader no 1

Ameríska vikutímaritið Newsweek hefur valið Geir Haarde “grænasta” stjórnmálaleiðtogann (green leader) í heimi.   

Tímaritið er að hæla okkur Íslendingum fyrir virkjun vatnsorku og jarðvarma.   Einnig kemur fram að nú sé 80% af allri orku sem notuð er á Íslandi umhverfisvæn eða “græn”.

Greinin  er á sömu lund og ummæli Al´s Gore, þar sem hann fór fögrum orðum um virkjun okkar umhverfisvænu orku, þegar hann var hér á landi fyrir skömmu.  

Þetta er þörf lesning ,sérstaklega fyrir þá sem halda ennþá að það sé hluti af umhverfisvernd að berjast gegn öllum virkjanaáformum, álverum og lagningu raflína hér á landi.      


Tæpast stóriðja, en áhugaverður samningur.

Álverið í Straumsvík kaupir núna 335 MW, þannig að netbúið er að semja um magn sem er um 7,5%  af því rafmagni. Ef farið verður í 50 MW síðar verður heildarmagnið um 15% af núverandi notkun í Straumsvík.  Það kemur ekki fram í fréttinni hvað borgað verður fyrir rafmagnið. Í kjölfarið á umræðum síðastliðna mánuði verður að gera ráð fyrir mun hærra verði er álverin greiða, eða er það leyndarmál?
mbl.is 20 milljarða fjárfesting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur enginn tekið eftir að það er verið að byggja tónlistar-og ráðstefnuhús?

Í stefnuyfirlýsingu glænýja meirihlutans er m.a. sagt :"Leitað verður leiða til að varðveita 19. aldar götumynd Laugarvegarins og miðborgarinnar eins og kostur er".

Glerhöllin sem nú rís á rústum norðurbakkans við höfnina og kemur til með að loka útsýninu til Esjunnar mun verða 43 metra há.  Verður sú framkvæmd stöðvuð áður en hún gerbreytir ásýnd miðbæjarins, eða telst hún ekki með?


Athugasemdir við Staksteina Morgunblaðsins

Staksteinar í Morgunblaðinu 4. janúar segja:”Einn helsti kostur lýðræðisins er að almenningur fær vald til að segja nei”.

Og Staksteinar segja líka:”Að vísu gerist það alltof sjaldan að almenningur er spurður. Enda aldrei að vita upp á hverju fólk getur tekið”.

“Ánægjuleg undantekning á því var atkvæðagreiðslan meðal Hafnfirðinga um stækkun álversins í Straumsvík. Kosningaþáttaka var glæsileg og hlýtur að kalla á að fleiri slíkar ákvarðanir verði teknar með íbúakosningum. Niðurstaðan með naumum meirihluta var:”nei”.

Það má setja stórt spurningamerki við kosninguna því að fjöldi fólks tók ekki upplýsta afstöðu til deiliskipulagsins sem kosið var um.
Um 70% íbúa í Hafnarfirði óskuðu eftir meiri upplýsingum um áhrif stækkunar.
Þegar Alcan hóf að kynna áhrif stækkunar reis upp hávær og fyrirferðamikill hópur andstæðinga álversins sem hindraði með öllum tiltækum ráðum að hægt væri að koma staðreyndum um stækkunina til hins almenna borgara í Hafnarfirði.

Staksteinar halda áfram:” Meðal röksemda Alcan var að stækkun væri “forsenda þess að fyrirtækið gæti haldið velli í samkeppni við álver um allan heim á næstu áratugum”. Einnig með því “að auka framleiðsluna upp í 460 þúsund tonn með nýjustu og bestu tækni” yrði “hægt að tryggja framtíð rekstursins í Straumsvík og þau störf sem þúsundir einstaklinga hafa framfæri af ”.

Og Staksteinar halda enn áfram: “ Auðvitað á það ekki við að í lýðræðisþjóðfélagi að hóta kjósendum með því að fyrirtæki hverfi á braut ef ekki er farið að vilja þess. Hvað þá að stilla starfsmönnum upp við vegg með því að þeir missi störfin sín “.

Kjósendum var ekki hótað það er einn hluti áróðursins gegn fyrirtækinu að hamra á því og hefur því miður líka náð til höfundar Staksteina. Starfsmenn standa með fyrirtækinu, ekki af ótta, heldur vita þeir betur en margur hve skynsamlegt verkefnið var.
Stækkun með tæknibreytingum er forsenda fyrir því að álverið í Straumsvík haldi velli í samkeppni við álver um allan heim næstu áratugina og þannig er hægt að tryggja störf sem þúsundir einstaklinga hafa framfæri af, öðruvísi er það ekki hægt. Þetta er einfaldlega staðreynd og það er óábyrgt að halda öðru fram.

Staksteinar segja að lokum:” Rúmu hálfu ári síðar hefur Alcan boðað aukningu á framleiðslu álversins í Straumsvík, í núverandi kerskálum um 40 þúsund tonn á ári. Slík aukning kallar á miklar fjárfestingar. Og álverið varla á förum! Það eru rök fyrir íbúakosningum að kjósendur láta ekki stilla sér upp við vegg. Hvað um stjórnmálamenn?”.

Aukningin er fengin með því að setja upp sverari rafmagns leiðara í tveimur eldri kerskálunum svo hægt sé að keyra meiri straum á skálana.
Það má líkja þessu við að setja túrbínu við fjörutíu ára gamla vél til þess að ná út henni fleiri hestöflum og er enganveginn sambærilegt við þá tækni sem fyrirhugað var að nota í stækkuðu álveri.
Hafnfirðingar ættu að kynna sér reksturinn í Straumsvík og stækkunaráformin betur og athuga síðan möguleikann á að endurskoða deiliskipulagið sem kosið var um.


99,75% af Íslandi ekki lón og veitukerfi Landsvirkjunar

Því hefur verið haldið fram að Landsvirkjun vilji sökkva landinu í þágu virkjannasinna. Það verður að bretta upp ermarnar því aðeins 0,25% árangur hefur náðst og það með Kárahnjúkavirkjum meðtalinni.

Við erum ekki umhverfissóðar með því að framleiða ál.

Ál hefur þann eiginleika að það má endurvinna  aftur og aftur án þess að tapa gæðum. 

 Í endurvinnslu þarf  aðeins um 5% af þeirri orku sem þarf þegar ál er rafgreint frá súrefni í frumvinnslunni.

Ál er léttur málmur sem ýtir undir að notkun á honum mun aukast jafnt og þétt næstu áratugina hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Það ál sem ekki verður framleitt hér á landi verður einfaldlega framleitt annarsstaðar.  Um það þarf ekki að deila.  

Ísland hefur kjör aðstæður til að framleiða ál á eins umhverfisvænan hátt og mögulegt er. 

Okkar besta framlag til baráttunnar gegn losun á CO2 getur verið að framleiða meira ál hér á landi.  

Kolaorkuver framleiðir 12,5 tonn af CO2 við það eitt að búa til rafmagn sem dugar til framleiðslu á einu tonni af áli. Í  framleiðslunni sjálfri losnar um það bil 1.7 tonn af CO2.

Ef við Íslendingar settum okkur það markmið að framleiða 2 milljónir tonna af áli á ári er samanburðurinn við kolaraforkuverið um það bil.svona:  

Ísland

2.000.000 x 1,7 tonn CO2 = 3.400.000 tonn af CO2. 

Með kolaraforkuveri

2.000.000 x 14.2 tonn CO2 = 28.400.000 tonn af CO2. 

 

Mismunurinn er 25.000.000 tonn af CO2.  Tuttugu og fimm milljón tonn. Sparnaður uppá rúm 83 tonn af CO2 á hvern einasta Íslending. 

  

  

    

Aðalsteinn Baldursson sterkur

Aðalsteinn Baldursson var góður í Silfri Egils í dag. Aðrir þáttakendur í umræðunum sátu og hlustuðu af athygli á hans sýn á þjóðina sem hefur það best í heimi. Það sem gerir málflutning hans svo sterkan er að hann veit nákvæmlega um hvað hann er að tala enda skeleggur talsmaður “hinna vinnandi stétta” til margra ára.

Hann afgreiddi líka málflutning Kolbrúnar Halldórsdóttur um “eitthvað annað” sem fólk á að fara að vinna við, með einföldu rothöggi. Sýndi fram á með rökum að það hefur ekkert annað komið fram en álver á Bakka, með nýtingu jarðvarma á Þeistareykjum og við Kröflu, sem er raunhæfur kostur fyrir Húsavík og nágrenni. Hvet fólk eindregið til að horfa á Silfur Egils.


Siðanefndin samþykkir dómgreindarskort

Fyrir kosningar um deiliskipulag í Hafnarfirði í vor var fréttaflutningur um álverið í Straumsvík fyrirferða mikill. Framalega meðal jafningja var Fréttablaðið. Sami fréttamaðurinn var oftar en ekki höfundur greinanna.
Á sama tíma hélt hann úti bloggsíðu þar sem fram komu m.a. fádæma sóðaskrif í garð forstjóra Alcan í Straumsvík.

Nú starfar blaðamaðurinn á 24 Stundum og verður fróðlegt að fylgjast með matreiðslu blaðsins á "fréttum" af stóriðjunni á komandi misserum.


mbl.is Siðanefnd vísar frá máli vegna bloggsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

vangaveltur

Höfundur

Tryggvi L. Skjaldarson
Tryggvi L. Skjaldarson

Er íþrótta-,frétta- og þjóðmálafíkill, genatískur Valsari og stuðningsmaður Manchester United með veiðidellu í ofanálag.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband