Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.10.2009 | 10:30
Og hvað svo?
Auðvitað segjum við bara "fock you" við allt og alla og förum síðan út í búð og kaupum áfram fyrir kortin sem hafa reynst svo vel undanfarin ár. Kannski er líka hægt að ná í pening með því að kaupa Range Rover á sautján og hálfa milljón króna myntkörfu og fá fimmhundruð þúsund fyrir að yfirtaka lánið eins og Ólafur Ragnar ætlaði að gera í Fangavaktinni.
Meirihluti vill segja upp samningi við AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 09:17
Hvar voru skóverslanirnar auglýstar til sölu?
Er það virkilega tilfellið að einkavinavæðingin sé enn á fullri ferð? Er fréttaflutningi moggans lokið af málinu?. Spyrja má: Hversvegna er landsmönnum ekki gefinn kostur á að bjóða í allt það góss sem skiptir um eigendur þessar vikurnar og mánuðina?
Steinar Waage, Skór.is og Ecco undir nýja kennitölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2009 | 11:06
Davíð Oddsson og Litla Hryllingsbúðin
Við að horfa á Davíð Oddson í Kastljósinu hjá Sigmundi, lifnaði fyrir hugsjónum leikritið "Litla Hryllingsbúðin".
Davíð setur litlu plöntuna(bankana) í blómapottinn með mold og áburð(skapar skilyrðin).
Plantan stækkar og stækkar og vill meira og meira og allt fer úr böndum.
3.11.2008 | 10:27
Hafa ber það sem sannara reynist
Hægt er að sýna fram á að hvert starf í álveri kostar mikla peninga ef gengið er út frá að störfin í álverinu sjálfu sé eini ávinningurinn. En svo er aldeilis ekki. Álverið borgar virkjunina og borgar fyrir rafmagnið í beinhörðum gjaldeyri. Aðstæður á markaði ráða hvort það gerist á 15,20 árum eða síðar.
Ætla má að Steingrímur J. Sigfússon noti ekki hærri tölu en hann telur sig komast upp með, en hann hefur haldið því fram að aðeins 35% af veltu álvers verði eftir í landinu. Það þýðir að 35.000.000.000.-, þrjátíu og fimmþúsund milljónir, af hverjum 100 milljörðum verða eftir í landinu með einum eða öðrum hætti.
Álverið í Straumsvík borgaði t.d. Búrfellsvirkjun og höfnina Straumsvík. Er Búrfellsvirkjun einskis virði? Eða höfnin í Straumsvík?
Að gefa í skyn að það kosti þjóðina fúlgu fjár í útgjöld að virkja og reisa álver og að fénu sé betur varið annarsstaðar er beinlínis rangt og óheiðarlegt komandi frá manni sem á að vita betur.
Allar hugmyndir, allt frumkvöðlastarf og sprotastörf eru góðra gjalda verð, en vandi okkar er meiri en svo að það komi í staðinn fyrir skynsamlega nýtingu orkuauðlinda landsins.
Dregur úr líkum á álveri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 11:03
Er fólk að ganga af göflunum?
Er allt útrásarvíkingum að kenna sem úrskeiðis hefur farið? Hvað með neyslu fylleríið sem landinn er búinn að vera á síðustu ár? Höfum við ekki haft frelsi til að ákveða hvort við tækjum lán til að fjármagna taumlausa neyslu undanfarinna ára? Er það útrásarvíkingunum líka að kenna?
Tók meirihluti þjóðarinnar ekki sjálfur þá ákvörðun að lifa nú og greiða síðar? Ekki verður annað séð en að stjórnvöld hafi endurspeglað þann vilja þjóðarinnar.
Við erum orðin svo veruleikafirrt að stór hópur vill horfa á vatnið renna til sjávar án þess að nýta orkuna til að framleiða verðmæti sem koma allri þjóðinni til góða. Barist er með kjafti og klóm gegn því að boraðar séu holur svo hægt sé að nýta orkuna sem er undir fótunum.
Í stað þess að leggjast í afneitun og sjálfsvorkunn þá þurfum við að hífa upp um okkur buxurnar og fara að búa til áþreifanleg verðmæti.
Mannætubrandari um útrásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 13:08
Hafnfirðingar vaknið og það strax!
Það voru 45 manns réðu úrslitum þegar fellt var í íbúakosningu nýtt deiliskipulag í Hafnarfirði í fyrravor.
Komið var í veg fyrir uppbyggingu Í Straumsvík sem tryggði Hafnarfjarðabæ milljarð í tekjur fyrir bæjarfélagið á hverju ári. Við fleiri hundruð vel launuðum störfum með margfeldisáhrifum út í samfélagið var sagt : nei takk.
Þegar kosið var um deiliskipulagiðr trúði fólk á útrásina sem átti að leysa af hólmi minna spennandi atvinnurekstur eins og áliðnað. Nú er sápukúlan er sprungin.
Það er allt klárt fyrir alvöru stækkun í Straumsvík. Umhverfismat, starfsleyfi og hvaðeina. Vantar bara samþykki bæjaryfirvalda fyrir staðsetningu á lóðinni sem seld var álverinu og ganga frá orkusamningum við Landsvirkjun og Orkuveituna sem voru vel á veg komnir þegar tilfinningarnar báru skynsemina ofurliði í Hafnarfirði.
Ætla Hafnfirðingar að sitja hjá og horfa á rafmagnslínurnar lagðar framhjá bænum suður á Reykjanes?
30.9.2008 | 11:56
Misnotkun á aðstöðu?
Einn fréttastjórinn á 24 Stundum Björg Eva Erlendsdóttir fer mikinn í leiðara blaðsins í morgun.
Skrifar um "ofurbótaþega", "glæframenn nýfrjálshyggjunnar" og einkavæðingu.
Inn í greinina læðir hún óskildu máli og skrifar:"Þeim sem nú tala fyrir erlendum lánum til tafarlausra stóriðjuframkvæmda verður vonandi ekki heldur trúað".
Björg Eva hlýtur að geta fjallað málefnalega um atburði síðustu daga án þess að blanda persónulegri andúð á stóriðju saman við.
Stóriðjan kemur málinu ekkert við, nema þá sem hluti af lausn þess vanda sem blasir við.
Lántaka til uppbyggingu virkjana vegna stóriðju eru meðal bestu fjárfestinga sem hægt er að fara í.
Stóriðjan borgar lánin og til verða mörg vel launuð störf. Milljarðar á milljarða ofan koma inn í landið. Raunverulegir peningar.
14.9.2008 | 11:03
Er slæmt að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta á Íslandi?
Áratugum saman hefur verið reynt að fá erlenda fjárfesta til að koma með peninga til landsins með misjöfnum árangri.
Að undanförnu hafa störiðjufyrirtæki beint sjónum sínum að landinu með það fyrir augum að fjárfesta hér til lengri tíma. Við útvegum aðstöðu, mannskap og rafmagn en stóriðjufyrirtækin borga brúsann.
Raforkuöflun er fjármögnuð með lánum sem greidd eru með gjöldum frá stóriðjunni sjálfri.
Búrfellsvirkjun(1969), sem greidd var upp á 25 árum og er í fullum rekstri, væri ekki til ef ekki hefði verið reist álver í Straumsvík. Í leiðinni var hægt að tryggja almennum notanda mun öruggari aðgang að rafmagni á hagstæðu verði.
Miðað við upplýsingar frá einum þekktasta andstæðingi stóriðjunnar er hlutur íslendinga 35% af heildarveltu fyrirtækjanna.
Ef farið er enn neðar, til að taka af allan vafa, og miðað við að 30% af heildarveltu komi í hlut Íslendinga þá getur dæmi litið svona út:
Álver sem framleiðir 400.000.- tonn af áli á ári x 3000 $ per tonn = 1.200.000.000.- $Eitt þúsund og tvöhundruð milljón dollarar og 30% af því er 360.000.000.- þrjúhundruð og sextíu milljón dollarar.
Í dag er dollarinn 90 ísl kr. og eru 30% þá 32.400.000.000.- ísl kr.
Þrjátíu og tvö þúsund og fjögurhundruð milljónir ísl kr. á ári.
Samningar um raforkukaup losna að 40 árum liðnum og komandi kynslóðir eiga þá gríðarlegt magn af raforku til ráðstöfunar. Eiga þá raforkuver sem ekki verða byggð til nema kaupendur séu til staðar að raforkunni.
13.9.2008 | 19:48
Seinheppnir kjósendur
Það er rannsóknarefni hve illa kjósendum tekst að velja forustufólk til að stjórna landinu.
Hvað eftir annað lendir fólkið í minnihluta sem hefur allar lausnir á vandamál líðandi stundar.
Þeim mun léttar virðist að sjá lausnirnar því lengra sem síðan er að setið var við stjórnarborðið eða eru Geir og Ingibjörg kannski að "meika það"?.
Ekki rétt að tala um kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2008 | 13:19
Birt án leyfis en af illri nauðsyn.
Eru álver kannski menn?Metnaður er mikill í Straumsvík og Guðrún Þóra nefnir sem dæmi að tekist hafiað útrýma klór úr framleiðslunni en hann þykir óæskilegur afmengunarástæðum.
Margir halda að álver sé frumstæð verksmiðja sem hafi lítið breyst í áranna rás. Svo er alls ekki. Tækniframfarir hafa orðið miklar og í álveri Alcan í Straumsvík hefur orðiðtil mikil þekking, hugvit og kunnátta sem hefur leyst handaflið af hólmi. Þetta er mjög fjölbreyttur vinnustaður, þverskurður af samfélaginu, segir starfsmaður Alcan en athygli vekur þegar fyrirtækið er sótt heim hversu samheldnin og umhyggjan fyrirvinnustaðnum er mikil.
Starfsmenn tala nánast um álverið eins og gamlan, traustanvin. Í úttektinni sem hér fer á eftir beinir Morgunblaðið líka sjónum sínum að mengun frá álverum en verulega hefur dregið úr henni á undanförnum áratugum.
Þetta er eiginlega ekki eins og að byrja í nýrri vinnu, heldur miklu frekar eins og að flytja inn í lítið þorp. Samstaðan hér er alveg ótrúleg og andinn mjög góður, segirLára María Harðardóttir sem hóf störf í álveri Alcan í Straumsvík sumarið 2006 en hefur verið þar í föstu starfi undanfarna tíu mánuði sem verkefnastjóri á tæknisviði.
Frá veginum fyrir ofan álverið blasa kerskálarnir við, mikil mannvirki, og fyrir vikið líta flestir Íslendingar væntanlega eingöngu á álverið sem verksmiðju. En starfsemin er mun fjölbreyttari en svo.Það er ekki bara almenningur, margir sem koma hingað í starfsviðtöl hleypa brúnum þegar þeir sjá að hér er ekki bara verksmiðja, heldur líka rannsóknarstofa, höfn,verkstæði og fjöldi sérfræðinga við hátæknistörf, segir Jakobína Jónsdóttir,framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Alcan á Íslandi, og Guðrún Þóra Magnúsdóttir,leiðtogi umhverfismála á þróunarsviði hjá fyrirtækinu, botnar mál hennar: Þetta er mjög fjölbreyttur vinnustaður, þverskurður af samfélaginu".
Byggir á háþróaðri tækni
Framleiðsla á áli í nútímalegu álveri byggist á háþróaðri tækni, öfugt við það sem margir halda. Allt framleiðsluferlið er tölvustýrt, tækjabúnaður er hátæknilegur og gerir ríkar kröfur til starfsmanna sem fylgjast með ferlinu og grípa inn í þegar þörf krefur. Álverið er þannig hátæknifyrirtæki og í raun gott dæmi um hvernig rótgrónir atvinnuvegir geta nýtt sér það besta sem tölvu- og tæknisamfélagið býður upp á til aðauka afköst og gæði framleiðslunnar.
Á heimasíðu fyrirtækisins segir: Almenn umræða um stóriðju undanfarin ár hefur einkennst af ranghugmyndum, bæði um málminn sjálfan og framleiðslu á honum.Þannig halda margir að álverið sé frumstæð verksmiðja sem hafi lítið breyst í árannarás en svo er alls ekki. Tækniframfarir hafa orðið miklar og í fyrirtækinu hefur orðið til mikil þekking, hugvit og kunnátta sem hefur leyst handaflið af hólmi.Þar segir ennfremur að þessar staðreyndir hafi ráðið mestu um góðan árangurfyrirtækisins á ýmsum sviðum undanfarin ár.
Auk góðs árangurs í umhverfis- og öryggismálum má nefna sífellt aukna framleiðslu sem í dag er 20% meiri en verksmiðjan er hönnuð til að framleiða. Það gerist ekki af sjálfu sér og ekki án tækniogverkþekkingar. Framleidd eru um 180 þúsund tonn af áli í verksmiðjunni á ári.
Metnaður er mikill í Straumsvík og Guðrún Þóra nefnir sem dæmi að tekist hafi aðútrýma klór úr framleiðslunni en hann þykir óæskilegur af mengunarástæðum. Eftir því sem ég kemst næst erum við með eina klórlausa steypuskálann sem er í framleiðslu á völsunarbörrum í heiminum í dag.
Fólk með fjölbreytta menntun
Starfsmenn hjá Alcan á Íslandi eru um 450 talsins. Sérfræðingar, stjórnendur og millistjórnendur eru hátt í 70 og eru flestir þeirra með háskólamenntun. Flestir hafamenntun á sviði verkfræði og tæknifræði, en einnig eru í sérfræðingahópnumviðskiptafræðingar, vörustjórnunarfræðingar og fólk með háskólapróf í jarðefnafræði,eðlisfræði, tölvunarfræði, félagsfræði og sálfræði svo fleiri dæmi séu nefnd. Um 120 iðnaðarmenn starfa hjá Alcan í Straumsvík; bifvélavirkjar, vélvirkjar, rafvirkjar,kokkar, rafeindavirkjar, málarar, múrarar o.fl.
Hátt í 200 starfsmenn hafa lokið námi íStóriðjuskólanum og rúmlega 100 manns eru ófaglærðir. Á sumrin bætast 120 afleysingastarfsmenn í hópinn.Lítil starfsmannavelta er hjá fyrirtækinu, að sögn Jakobínu starfsmannastjóra, sem bendi ótvírætt til þess að fólki líki vinnustaðurinn. Starfsaldurinn er að meðaltali hár og vel á annað hundrað starfsmenn hafa náð 30 ára starfsaldri. Ákveðin kynslóðaskipti hafa þó orðið á undanförnum árum, þar sem margir frumkvöðlanna hafa látið af störfum og yngra fólk tekið við. Verksmiðjan tók til starfa árið 1969.
Hér er mjög gott að vinna, segir Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður. Hann ætti aðvita hvað hann syngur, hóf störf hjá Alcan árið 1972. Ég er ekki einn um þá skoðun,hár starfsaldur almennt styður mál mitt, heldur hann áfram.
Starfsöryggi og mjög þokkaleg laun
Þegar Gylfi er beðinn að tilgreina helstu kosti þess að vinna hjá Alcan í Straumsvík nefnir hann strax mikið starfsöryggi, þá hafi laun verið mjög þokkaleg gegnum tíðina.Kjarasamningar okkar eru víða notaðir sem viðmiðunarsamningar enda mörg framsækin atriði þar að finna. Nefni ég þar hlutastörf við 55 ára aldur, Stóriðjuskólann og að starfsmenn eiga kost á fari án endurgjalds með rútum sem aka um allt höfuðborgarsvæðið til og frá Straumsvík, þeim er lagður til vinnufatnaður og starfsmenn fá frítt fæði í vinnutímanum. Þá er desemberuppbótin vel yfir meðallagi,við fáum 212 þúsund kr. en á almennum markaði er greiðslan ríflega 68 þúsund kr. Síðast en ekki síst er minni launamunur hér en þekkist á almennum vinnumarkaði.
Það skiptir ekki máli hvort karl eða kona vinnur starfið.Enda þótt meðalstarfsaldur sé hár og fagmennskan mikil segir Lára María einkennandi fyrir Alcan að ungu fólki sé virkilega treyst fyrir stórum og spennandi verkefnum. Hefur hún tilfinningu fyrir því að fyrirtækið sé framarlega í þessumefnum, alltént ef marka má reynslu fólks á hennar aldri með sambærilega menntun. Þá segir Lára María það kost að vinnudagurinn sé frá átta til fjögur.
Metnaðarfullt fræðslustarf er lykilþáttur í starfsemi Alcan á Íslandi, að sögn Jakobínu,enda skilar fræðslan sér í hærra menntunarstigi starfsfólksins og eflir fyrirtækið á allan hátt. Fræðslustundir starfsmanna skipta tugum þúsunda á ári og ávinningurinn ersameiginleg eign starfsmannsins og fyrirtækisins og skapar verðmæti fyrir báða aðila.
Ásókn í Stóriðjuskólann
Í fræðslustarfinu ber Stóriðjuskólann hæst. Í honum er boðið upp á sérhæft tækninám í áliðnaði á tveimur stigum, grunn- og framhaldsnámi. Markmiðið er að efla fagþekkingu og öryggi starfsfólks, auka möguleika þess á að vinna sig upp innanfyrirtækisins og efla samkeppnishæfni fyrirtækisins.Jakobína segir mikla ásókn í skólann og komist færri að en vilja hverju sinni en námiðtekur þrjár annir. Það fæst metið inn í hið almenna skólakerfi.
Að auki er boðið upp á margs konar fræðslu, t.d. þjálfun í tæknilegri færni starfsmanna á ýmsum sviðum, leiðtogaþjálfun, nýliðafræðslu, fræðslu um öryggis-,heilsu- og umhverfismál, mannleg samskipti og hópastarf. Hjá fyrirtækinu er til staðarfóstrakerfi sem auðveldar nýliðum að kynnast vinnustaðnum og þeim fjölmörgu og flóknu verkum sem þarf að vinna.
Stjórnendum og framtíðarleiðtogum er einnig boðið upp á markvissa símenntun og það nýjasta er svokölluð Black Belt og Green Belt þjálfun, sem byggist á aðferðafræðinni Lean Six Sigma. Jakobína segir að á þessu sviði sé Alcan íStraumsvík frumkvöðull á Íslandi en aðferðafræðin hafi notið vaxandi vinsældaerlendis upp á síðkastið.
Sterk öryggisvitund
Öryggismál eru stórmál í augum Alcan á Íslandi, enda ekkert mikilvægara en að starfsmenn komist heilir frá vinnu. Sterk öryggisvitund hefur fest sig í sessi hjá okkar fólki og árangur þess á undanförnum árum er hreint út sagt frábær. Með jákvæðum viðhorfum og hópstarfi hefur tekist að gera öryggismál að órjúfanlegum hluta af öllum daglegum störfum.
Markviss fræðsla, áhættugreiningar og mælingar á árangursvísum eru stöðugt í endurskoðun og náið samstarf við systurfyrirtæki okkar erlendis veitir okkur mikilvægan stuðning. Innan samsteypunnar er unnið eftir sameiginlegri aðferðafræði sem kallast EHS FIRST, en hún snýst um að setja ávallt umhverfis-, heilbrigðis- og öryggismál í öndvegi, segir á heimasíðu fyrirtækisins ogJakobína bætir við að Alcan á Íslandi sé, samkvæmt úttektum Alcan, á hæsta stigi sem þekkist í áliðnaðinum í heiminum.
Hún segir fyrirtækið um árabil hafa verið í fararbroddi á sviði öryggismála á Íslandi og starfsfólkið unnið mikið frumkvöðlastarf. Það geri miklar kröfur til sjálfs sín og hvað til annars, verktaka sem starfa á svæðinu og líði ekki brot á öryggisreglum.Árangur undanfarin ár sýnir svart á hvítu hve samtakamátturinn er mikill þegar allir leggjast á eitt, segir Jakobína.
Guðrún Þóra segir starfsmenn almennt upp lifa þetta með þessum hætti.Öryggismenningin hjá fyrirtækinu sé mjög sterk og smiti allt hið daglega lífstarfsmanna. Það eflir öryggisvitundina að starfa hér.
Slökkvilið og viðbragðstreymi
Jakobína hefur reynt þetta á eigin skinni. Ég var einu sinni stödd úti í steypuskála þegar starfsmaður vatt sér að mér og sagði: Fyrirgefðu, þú ert í nælonsokkum. Ég áttaði mig á mistökunum, ég átti vitaskuld að vera í öryggissokkum, og hljóp strax út.Slökkvilið og viðbragðsteymi er starfrækt í Straumsvík. Það eru líklega ekki mörg fyrirtæki á landinu með þá þjónustu, segir Jakobína.
Ekki er um eiginlegaslökkviliðsmenn að ræða, heldur starfsmenn Alcan sem hlotið hafa þjálfun á þessu sviði. Þeir koma reglulega saman til æfinga til að halda sér við. Það er óskandi að við þurfum sem sjaldnast á þessari þekkingu að halda en komi eitthvað upp á eykur þettaá öryggið, segir Jakobína.Heilsumál eru líka ofarlega á baugi í Straumsvík og allir starfsmenn álversins farareglulega í læknisskoðun sér að kostnaðarlausu. Það er gríðarlega mikilvægt aðfylgjast vel með heilsu starfsmanna, segir Jakobína.
Reykingar munu seint teljast heppilegar fyrir heilsuna og Gylfi segir þær hafa verið teknar föstum tökum löngu áður en almennt var farið að ræða um að banna þær á vinnustöðum.
Fyrir mörgum árum kom fram tillaga frá starfsmönnum um að bannareykingar í matsal. Hún var samþykkt í atkvæðagreiðslu. Það áttu einhverjir tveir eða þrír reykingamenn erfitt uppdráttar í nokkra daga á eftir en síðan var það mál úrsögunni.Í dag eru reykingar bannaðar á öllu vinnusvæðinu.
Hjólað kringum jörðina
Undanfarin fjögur ár hefur Alcan tekið þátt í átaki ÍSÍ, Hjólað í vinnuna, og ávallt farið með sigur af hólmi. Starfsmenn Alcan á Íslandi hjóluðu næstum því kringumjörðina í fyrra, segir Jakobína en yfir 70% tóku þátt í átakinu. Það er geysileg keppni innan fyrirtækisins.Samt er álverið ekki beinlínis miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Fólk lætur það ekki á sig fá, segir Guðrún Þóra sem hjólar daglega úr Grafarvoginum meðan á átakinu stendur. Það tekur hana um klukkustund hvora leið.
Í því sambandi bendir Gylfi á að yfirskrift átaksins gæti verið nákvæmari. Það er bara talað um að hjóla í vinnuna. Er ekki gert ráð fyrir því að starfsmenn fari heim aftur? segir hann sposkur á svip.
Guðrún Þóra kveðst hafa veitt því athygli þegar hún hóf störf í Straumsvík fyrir þrettán árum að gríðarlega mikið er um mælingar á vinnusvæðinu.
Má þar nefna mælingar á útblæstri, ryki og hávaða. Við kostum kapps um að hafa umhverfið eins gott og hægt er, segir Jakobína.Alcan sér sjálft um mælingarnar og er með vottað kerfi en úttektaraðilar koma reglulega til að skoða hvort ekki sé allt með felldu.
Gylfi og Guðrún Þóra segja mjög gott samstarf milli starfsmanna, stjórnenda og eftirlitsaðila. Umbætur hér eru stöðugar og allir taka þátt í þeim verkefnum, segir Guðrún Þóra.
Nýtur ekki alltaf sannmælis
Af máli fjórmenninganna má ráða að Alcan leggur sig í líma til að tryggja öryggi og velferð starfsfólks síns. Eigi að síður er ímynd fyrirtækisins ekki alltaf jákvæð út á við. Fjórmenningarnir taka undir það og segja ýmsum þáttum um að kenna.
Við erum auðvitað að selja okkar vöru úr landi og höfum fyrir vikið kannski ekki veriðnógu dugleg að byggja upp ímynd okkar hér innanlands. Alcan hefur styrkt menningar- og íþróttastarfsemi um árabil án þess að fólk hafi endilega orðið vart við það.
Kannski þarf fyrirtækið að vera sýnilegra út á við? segir Jakobína.
Guðrún Þóra segir Alcan hluta af samfélaginu hér á landi og vilji vera í sátt við það.Það hefur samt ekki alltaf tekist. Því miður. Okkur sárnar það enda lítum við svo á að við séum í fremstu röð á ýmsum sviðum og getum um margt verið öðrum fyrirtækjumfyrirmynd.
Gylfi segir viðhorf fólks til álversins oft og tíðum byggjast á misskilningi og vanþekkingu. Maður hefur gegnum árin heyrt í alþingismönnum og öðrum framámönnum í þjóðfélaginu sem hafa ekki hugmynd um út á hvað starfsemin gengur hérna.
Það er ekki nema von að almenningur átti sig illa á því. Síðan hafa aðilar sem eru á móti stórum fyrirtækjum og umhverfissinnar alið á ranghugmyndum umfyrirtækið.
Neikvæðir straumar kringum kosninguna um stækkun
Þau segjast sérstaklega hafa fundið fyrir neikvæðum straumum fyrir kosninguna um stækkun álversins. Það er mjög óvenjulegt að kosið sé um það hvort fyrirtæki megi þróast og starfsfólk var sett í mjög sérstaka aðstöðu, segir Jakobína.
Gylfi tekur upp þráðinn: Það var eins og maður væri ekki lengur gjaldgengur íþjóðfélagsumræðunni vegna þess að maður vinnur hérna og það var erfitt að horfa upp á aðila sem höfðu annarra hagsmuna að gæta vinna gegn okkur í þessu máli.
Starfsmenn létu ekki sitt eftir liggja í baráttunni fyrir stækkun, skrifuðu af eigin frumkvæði blaðagreinar og héldu úti síðum á netinu. Það kom vel í ljós við þessar erfiðu aðstæður hvað það býr mikill kraftur í þessu fyrirtæki. Þetta undirstrikar hvað hér vinnur sterkur og samheldinn hópur sem þykir vænt um sinn vinnustað, segirGuðrún Þóra.
Hafnfirðingar höfnuðu sem kunnugt er stækkun álversins í kosningunni og Jakobína viðurkennir að hún hafi fyrst á eftir haft áhyggjur af því að erfiðara yrði að ráða fólktil starfa í kjölfarið. Sá ótti reyndist ástæðulaus.Skömmu eftir kosninguna kom ungur verkfræðingur til mín að sækja um vinnu.Þegar ég spurði hann hvers vegna hann langaði að vinna hjá Alcan svaraði hann háttog snjallt: Álið er framtíðin!Þarf frekari vitna við?
Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
vangaveltur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar