Er fólk að ganga af göflunum?

Er allt útrásarvíkingum að kenna sem úrskeiðis hefur farið?  Hvað með neyslu fylleríið sem landinn er búinn að vera á síðustu ár?  Höfum við ekki haft frelsi til að ákveða hvort við tækjum lán til að fjármagna taumlausa neyslu undanfarinna ára?  Er það útrásarvíkingunum líka að kenna?

Tók meirihluti þjóðarinnar ekki sjálfur þá ákvörðun að lifa nú og greiða síðar?  Ekki verður annað séð  en að stjórnvöld hafi endurspeglað þann vilja þjóðarinnar.

Við erum orðin svo veruleikafirrt að stór hópur vill horfa á vatnið renna til sjávar án þess að nýta orkuna til að framleiða verðmæti sem koma allri þjóðinni til góða. Barist er með kjafti og klóm gegn því að boraðar séu holur svo hægt sé að nýta orkuna sem er undir fótunum.

Í stað þess að leggjast í afneitun og sjálfsvorkunn þá þurfum við að hífa upp um okkur buxurnar og fara að búa til áþreifanleg verðmæti.

 


mbl.is Mannætubrandari um útrásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Tryggvi fundurinn í grær í Leikskólanum Iðnó þar sem saman voru komnir komanístar ásamt vinstrisinnuðum fréttmönnum einsog  og misgóðum listamönnum og gerði hróp að ræðumönnum var ekki komi til að hlusta á hin raunverulega vanda þjóðarinnar eða að hlusta á úrbætur það á, þarna var bara upphlaup enda var þarna ekki hin raunverulega hin Íslenska alþýða sem líður fyrir efnahagsvandan.

Leg tiol að listamannalaun verði aflögð.

Rauða Ljónið, 28.10.2008 kl. 11:23

2 identicon

Fólk er algjörlega gengið af göflunum. Það sem sker ríku vestrænulöndin frá þeim fátæku (sem dæmi má nefna flest Afríkuríki), er að hér er séreignarétturinn virtur. Þetta hefur verið undirstaðan fyrir þeim hagvexti sem við höfum búið við. Ætlum við virkilega að brjóta á sjálfum okkur það mikið, að svipta okkur sjálfum þessum rétti?

Gulli (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:55

3 identicon

Það er rétt hjá þér Tryggvi að stór hluti þjóðarinnar er búinn að vera á neyslufylleríi síðustu ár. En þetta snertir alla, líka þá sem hafa haldið að sér höndum og reynt að lifa ekki um efni fram. Með 20% bráðaverðbólgu mun eignarhluti ungs fólks í húsnæði þeirra hverfa í besta falli og í mörgum tilfellum mun lánið hækka langt framyfir söluverð húsnæðisins.

Þetta er ekki allt fólk sem eyddi um efni fram, einfaldlega fólk sem ákvað að kaupa húsnæði i stað þess að leigja því það hefur verið mun dýrara að leigja heldur en að greiða af húsnæðislánum.

Auðvitað hlýtur fólk að kenna auðmönnum og stjórnmálamönnum um ástandið. Stjórnvöld settu reglurnar, auðmenn teygðu þær til hins ýtrasta og út kemur skuld gjaldþrota banka sem fólkið í landinu greiðir. Kannski má kenna almenningi um að kjósa ranga stjórnmálaflokka eða ýta undir útrásargræðgi auðmanna. Þó er það alveg ljóst að skuld upp á tólffalda þjóðarframleiðslu kom ekki vegna flatskjárkaupa og utanlandsferða landans, hvað þá vegna listamannalauna!

Snorri Sig (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:02

4 identicon

Himinháir vextir, verðbólga úr böndunum, gengisfall krónunnar, hærri skattar, atvinnumissir o.fl.

 þessu finna allir fyrir, líka þeir sem tóku ekki krónu í lán og lifðu spart.

jón einars (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:27

5 identicon

Tryggvi þú verður að sjá heildarmyndina. Fólk sem fór ekki á neyslufyllerí er líka í mjög slæmum málum. Fólk sem safnaði fyrir bílunum og flatskjánum áður en það keypti er líka í bullandi vandamálum.

En þér finnst best að kenna þeim um sem tóku bílalán og keyptu flatskjái með raðgreiðslum. 9000 milljarða skuldasöfnun þjóðarbúsins er þeim að kenna.

Ragnar (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:11

6 identicon

Rauða Ljónið;

ég held að fólk ætti að fara varlega í að úthrópa einhverja hópa sem "kommúnista og vinstrisinnaða" fæ ekki betur séð en að þessi öfgafrjálshyggja hægrisinnaðra hefi beðið svo hroðalegt skipbrot að ÖLL þjóðin er komin í björgunarvestin og bíði í röð eftir að vera ferjuð í land eftir líflínum,nei vinur...kapítalisminn er úr sér gengin á sama hátt og kommúnisminn...græðgin varð báðum stefnum að falli

Atvinnumaður (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:21

7 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Það eru ekki allir búnir að vera á neyslufyllerí, eingöngu þeir sem hafa látið glepjast af auglýsingum bankana og fleira í þeim dúr. Meginþorrinn tók ekki þátt í þessu, sem betur fer því annars hefðum við verið í verri málum núna.

Um það vil 10.000 manns hafa tekið þátt í þessu með að skuldsetja sig í botn, með kaupum á hjólhýsum, of stórum íbúðum á of háu verði, snjósleða, fjórhjól, sumarbústaður og fleira. Venjulegt fjölskyldufólk hefur ekkert haft efni á þessu, og það þarf að koma fram. Hvað með venjulega fólkið sem tók ekki þátt í neyslufylleríinu, er það þeim að kenna líka ?

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 28.10.2008 kl. 14:28

8 Smámynd: DanTh

Sæll Tryggvi. 

Það fara ekki allir inn í banka bara sisvona og taka sér lán til að spreða í óhóflegan munað.  Ég minni þig á að lán bankanna eru byggð á þeim forsendum að þeir kanna fyrst greiðslugetu lántakenda.  Einungis á grundvelli slíks mats fær fólk lán og yfirdrátt.  

Á þeim forsendum sem okkur eru gefnar í samskiptum við bankana hefur þjóðin því ekki sýnt neinn glannaskap í lántökum.  Glæfraskapurinn fellst fyrst og fremst í starfsháttum viðkomandi lánastofnanna.  Bankarnir áttu í raun ekki til neitt fé til að lána eins og þeir gerðu.  Það hefur, mér vitanlega, aldrei verið þannig að lántakendur séu fræddir um fjárhagslega getu bankana til að lána. Sú vitneskja er einungis innan viðkomandi banka.  Það er því ekki hægt að ræða hlutina þannig að "þjóðin" hafi bara, óábyrgt, tekið bankalán undanfarin ár í einhverju neyslubrjálæði.

Íslenskir lántakendur settu ekki bankana á hausinn heldur stjórnendur þeirra með dyggri aðstoð óhæfra stjórnmálamanna, Seðlabankans og annarra eftirlitsstofnanna.

DanTh, 28.10.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

vangaveltur

Höfundur

Tryggvi L. Skjaldarson
Tryggvi L. Skjaldarson

Er íþrótta-,frétta- og þjóðmálafíkill, genatískur Valsari og stuðningsmaður Manchester United með veiðidellu í ofanálag.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband