Brennivínið er orðið svo dýrt að...

Fyrir nokkrum árum var farið til Portugals í sumarfrí.  Í fríhöfninni skoðaðar áfengistegundir á spottprís til að hafa með í fríið.  Eiginkonan var sífellt að trufla og benda á að ég væri eini maðurinn að versla áfengi á leiðinni til Portugals. Ég gaf mig ekki enda staddur í fríhöfninni og eftir því sem ég best vissi er það skilda hvers manns að versla þar guðaveigar til brúks og/eða tækifærisgjafar. Tók minn toll, eina Baileys og eina viskí.  Konan keypti ekkert vín.

 

Þegar komið var til Portugals rann upp fyrir mér afhverju enginn var að versla í ríkinu.  Rauðvín og hvítvín var hægt að fá fyrir 100 til 200 krónur flöskuna og viskíflaskan kostaði frá 700 og uppí 1400 krónur.  Bjórflaskan á 20 til 50 krónur. 

 

Frá unga aldri hefur glumið í eyrum að áfengi verði að vera dýrt til að halda drykkju í skefjum.  Þær tvær vikur sem dvalið var í Portugal var ósjálfrátt skimað eftir drykkjumönnum og konum sem gera mátti ráð fyrir að sjá á hverju horni, samkvæmt kenningunni.  Sjaldan sá maður vín á nokkrum manni. Einn mann sá ég þó sem fordómalaust var hægt að álíta róna, það var allt of sumt.

 

Er ekki mergurinn málsins að þeir sem ætla að drekka, þeir drekka.  Eins og maðurinn sagði: "brennivínið er orðið svo dýrt að ég hef ekki efni á að kaupa skó á börnin".   


Áhugamál fjölmiðla

Landsmót UMFÍ var haldið í Kópavogi dagana 5 til 8 júlí s.l.  Til leiks mætti fjöldi manns á öllum aldri víða af landinu.  Mótið fór að mestu framhjá hjá fjölmiðlum.

Svo koma nokkrir krakkar frá útlöndum og slást í för með enn færri íslendingum til að skemmta sér.  Hópurinn gerir sér að leik að trufla umferð, hindra vinnandi fólk við störf sín og valda tjóni.  Eftir þessu hlaupa fjölmiðlarnir hver í kapp við annan og árangurinn lætur ekki á sér standa.  Krakkarnir æsast upp og og vitleysan vefur uppá sig.   


Um bloggið

vangaveltur

Höfundur

Tryggvi L. Skjaldarson
Tryggvi L. Skjaldarson

Er íþrótta-,frétta- og þjóðmálafíkill, genatískur Valsari og stuðningsmaður Manchester United með veiðidellu í ofanálag.

Júlí 2007
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband