Er slæmt að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta á Íslandi?

 Áratugum saman hefur verið reynt að fá erlenda fjárfesta til að koma með peninga til landsins með misjöfnum árangri.  

Að undanförnu hafa störiðjufyrirtæki beint sjónum sínum að landinu með það fyrir augum að fjárfesta hér til lengri tíma. Við útvegum aðstöðu, mannskap og rafmagn en stóriðjufyrirtækin borga brúsann.

Raforkuöflun er fjármögnuð með lánum sem greidd eru  með gjöldum frá stóriðjunni sjálfri.

Búrfellsvirkjun(1969), sem  greidd var upp á 25 árum og er í fullum rekstri, væri ekki til ef ekki hefði verið reist álver í Straumsvík.  Í leiðinni var hægt að tryggja almennum notanda mun öruggari aðgang að rafmagni á hagstæðu verði. 

Miðað við upplýsingar frá einum þekktasta andstæðingi stóriðjunnar er hlutur íslendinga  35% af heildarveltu fyrirtækjanna. 

Ef farið er enn neðar, til að taka af allan vafa, og miðað við að 30% af heildarveltu komi í hlut Íslendinga þá getur dæmi litið svona út:  

Álver sem framleiðir 400.000.- tonn af áli á ári x 3000 $ per tonn = 1.200.000.000.- $Eitt þúsund og tvöhundruð milljón dollarar og 30% af því er 360.000.000.- þrjúhundruð og sextíu milljón dollarar.

Í dag er dollarinn 90 ísl kr.  og eru 30% þá 32.400.000.000.- ísl kr.

Þrjátíu og tvö þúsund og fjögurhundruð milljónir ísl kr. á ári. 

Samningar um raforkukaup losna að 40 árum liðnum og komandi kynslóðir eiga þá gríðarlegt magn af raforku til ráðstöfunar. Eiga þá raforkuver sem ekki verða byggð til nema kaupendur séu til staðar að raforkunni.


Bloggfærslur 14. september 2008

Um bloggið

vangaveltur

Höfundur

Tryggvi L. Skjaldarson
Tryggvi L. Skjaldarson

Er íþrótta-,frétta- og þjóðmálafíkill, genatískur Valsari og stuðningsmaður Manchester United með veiðidellu í ofanálag.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband