Hafnfirðingar vaknið og það strax!

Það voru 45 manns réðu úrslitum þegar fellt var í íbúakosningu nýtt deiliskipulag í Hafnarfirði í fyrravor. 

Komið var í veg fyrir uppbyggingu Í Straumsvík sem tryggði Hafnarfjarðabæ milljarð í  tekjur fyrir bæjarfélagið á hverju ári.  Við fleiri hundruð vel launuðum störfum með margfeldisáhrifum út í samfélagið var sagt : nei takk. 

Þegar kosið var um deiliskipulagiðr trúði fólk á útrásina sem átti að leysa af hólmi minna spennandi atvinnurekstur eins og áliðnað.  Nú er sápukúlan er sprungin.

Það er allt klárt fyrir alvöru stækkun í Straumsvík.  Umhverfismat, starfsleyfi og hvaðeina.  Vantar bara samþykki bæjaryfirvalda fyrir staðsetningu á lóðinni sem seld var álverinu og ganga frá orkusamningum við Landsvirkjun og Orkuveituna sem voru vel á veg komnir þegar tilfinningarnar báru skynsemina ofurliði í Hafnarfirði.

Ætla Hafnfirðingar að sitja hjá og horfa á rafmagnslínurnar lagðar framhjá bænum suður á Reykjanes?


Bloggfærslur 9. október 2008

Um bloggið

vangaveltur

Höfundur

Tryggvi L. Skjaldarson
Tryggvi L. Skjaldarson

Er íþrótta-,frétta- og þjóðmálafíkill, genatískur Valsari og stuðningsmaður Manchester United með veiðidellu í ofanálag.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband