9.10.2008 | 13:08
Hafnfirðingar vaknið og það strax!
Það voru 45 manns réðu úrslitum þegar fellt var í íbúakosningu nýtt deiliskipulag í Hafnarfirði í fyrravor.
Komið var í veg fyrir uppbyggingu Í Straumsvík sem tryggði Hafnarfjarðabæ milljarð í tekjur fyrir bæjarfélagið á hverju ári. Við fleiri hundruð vel launuðum störfum með margfeldisáhrifum út í samfélagið var sagt : nei takk.
Þegar kosið var um deiliskipulagiðr trúði fólk á útrásina sem átti að leysa af hólmi minna spennandi atvinnurekstur eins og áliðnað. Nú er sápukúlan er sprungin.
Það er allt klárt fyrir alvöru stækkun í Straumsvík. Umhverfismat, starfsleyfi og hvaðeina. Vantar bara samþykki bæjaryfirvalda fyrir staðsetningu á lóðinni sem seld var álverinu og ganga frá orkusamningum við Landsvirkjun og Orkuveituna sem voru vel á veg komnir þegar tilfinningarnar báru skynsemina ofurliði í Hafnarfirði.
Ætla Hafnfirðingar að sitja hjá og horfa á rafmagnslínurnar lagðar framhjá bænum suður á Reykjanes?
Bloggfærslur 9. október 2008
Um bloggið
vangaveltur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar