Tryggvi L. Skjaldarson
Fæddur á Rauðarárstíg í Reykjavík hjá Guðrúnu ljósmóður þann 12. janúar 1954. Ættaður að norðan í föðurætt m.a. Húsavík og Grímsey. Móðurættin er að vestan, Patreksfirði og víðar.
Kem úr stórum hópi systkyna. Alsystkyni, hálfsystkyni, fóstursystkyni og skásystkyni.
Ólst upp í Vogum á Vatnsleysuströnd og Stigahlíð í Reykjavík. Var einnig í sveit fimm sumur á Völlum í Reykjadal S-Þing. Vellir er einn af Stafnsbæjunum sem eru uppi á heiði sunnan Reykjadals.
Gekk í Hlíðaskóla, Gaggó Aust, Lindargötuskóla og lauk stúdentsprófi í Kennaraháskóla Íslands 1976.
Er giftur æskuástinni og afrakstur sambúðarinnar er þrjár dætur, 3 ungir menn og 6 barnabörn
Af starfsferlinum má nefna: Síldveiðar í Norðursjó, loðnu-,þosk-og síldveiðar við Íslandsstrendur. Á bátum einsog Helgu Guðmundsdóttur BA, Náttfara ÞH og Skógey SF. Hef einnig verið á olíuskipinu Kyndli og frystiskipinu Ísberg í millilanda siglingum með fiskafurðir.
Bóndi í Þykkvabæ í 18 ár með kartöflurækt sem aðalbúgrein, en lék mér í leiðinni m.a. með hesta, hunda, ketti, svín, Peking aliendur, Angora kanínur, kjúklinga, bleikju eldi og sjálfsagt eitthvað fleira..
Hef m.a. gripið í verslunarstörf, lagervinnu, útkeyrslu, byggingavinnu, vinnu við lagningu rafkapla í jörð og reisa ljósastaura, steypa undirstöður undir raflínumöstur á Holtavörðuheiði, innanúrtöku og aflífun í sláturhúsi.
Hef starfað í Straumsvík síðan 1996. Fyrst í kerskálum og var trúnaðarmaður starfsmanna þar og vara aðaltrúnaðarmaður á svæðinu þar til ég tók við sem flokkstjóri í Skautsmiðju í janúar 2005. Síðan verkstjóri á sama stað 2008 til 2025 er ég varð einn yngsti eldri borgari landsins og stunda strandveiðar að sumri.
Um bloggið
vangaveltur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar