Í stefnuyfirlýsingu glænýja meirihlutans er m.a. sagt :"Leitað verður leiða til að varðveita 19. aldar götumynd Laugarvegarins og miðborgarinnar eins og kostur er".
Glerhöllin sem nú rís á rústum norðurbakkans við höfnina og kemur til með að loka útsýninu til Esjunnar mun verða 43 metra há. Verður sú framkvæmd stöðvuð áður en hún gerbreytir ásýnd miðbæjarins, eða telst hún ekki með?
10.1.2008 | 12:28
Athugasemdir við Staksteina Morgunblaðsins
Staksteinar í Morgunblaðinu 4. janúar segja:Einn helsti kostur lýðræðisins er að almenningur fær vald til að segja nei.
Og Staksteinar segja líka:Að vísu gerist það alltof sjaldan að almenningur er spurður. Enda aldrei að vita upp á hverju fólk getur tekið.
Ánægjuleg undantekning á því var atkvæðagreiðslan meðal Hafnfirðinga um stækkun álversins í Straumsvík. Kosningaþáttaka var glæsileg og hlýtur að kalla á að fleiri slíkar ákvarðanir verði teknar með íbúakosningum. Niðurstaðan með naumum meirihluta var:nei.
Það má setja stórt spurningamerki við kosninguna því að fjöldi fólks tók ekki upplýsta afstöðu til deiliskipulagsins sem kosið var um.
Um 70% íbúa í Hafnarfirði óskuðu eftir meiri upplýsingum um áhrif stækkunar.
Þegar Alcan hóf að kynna áhrif stækkunar reis upp hávær og fyrirferðamikill hópur andstæðinga álversins sem hindraði með öllum tiltækum ráðum að hægt væri að koma staðreyndum um stækkunina til hins almenna borgara í Hafnarfirði.
Staksteinar halda áfram: Meðal röksemda Alcan var að stækkun væri forsenda þess að fyrirtækið gæti haldið velli í samkeppni við álver um allan heim á næstu áratugum. Einnig með því að auka framleiðsluna upp í 460 þúsund tonn með nýjustu og bestu tækni yrði hægt að tryggja framtíð rekstursins í Straumsvík og þau störf sem þúsundir einstaklinga hafa framfæri af .
Og Staksteinar halda enn áfram: Auðvitað á það ekki við að í lýðræðisþjóðfélagi að hóta kjósendum með því að fyrirtæki hverfi á braut ef ekki er farið að vilja þess. Hvað þá að stilla starfsmönnum upp við vegg með því að þeir missi störfin sín .
Kjósendum var ekki hótað það er einn hluti áróðursins gegn fyrirtækinu að hamra á því og hefur því miður líka náð til höfundar Staksteina. Starfsmenn standa með fyrirtækinu, ekki af ótta, heldur vita þeir betur en margur hve skynsamlegt verkefnið var.
Stækkun með tæknibreytingum er forsenda fyrir því að álverið í Straumsvík haldi velli í samkeppni við álver um allan heim næstu áratugina og þannig er hægt að tryggja störf sem þúsundir einstaklinga hafa framfæri af, öðruvísi er það ekki hægt. Þetta er einfaldlega staðreynd og það er óábyrgt að halda öðru fram.
Staksteinar segja að lokum: Rúmu hálfu ári síðar hefur Alcan boðað aukningu á framleiðslu álversins í Straumsvík, í núverandi kerskálum um 40 þúsund tonn á ári. Slík aukning kallar á miklar fjárfestingar. Og álverið varla á förum! Það eru rök fyrir íbúakosningum að kjósendur láta ekki stilla sér upp við vegg. Hvað um stjórnmálamenn?.
Aukningin er fengin með því að setja upp sverari rafmagns leiðara í tveimur eldri kerskálunum svo hægt sé að keyra meiri straum á skálana.
Það má líkja þessu við að setja túrbínu við fjörutíu ára gamla vél til þess að ná út henni fleiri hestöflum og er enganveginn sambærilegt við þá tækni sem fyrirhugað var að nota í stækkuðu álveri.
Hafnfirðingar ættu að kynna sér reksturinn í Straumsvík og stækkunaráformin betur og athuga síðan möguleikann á að endurskoða deiliskipulagið sem kosið var um.
Um bloggið
vangaveltur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar