Misskilin umhverfisvernd Draumlendinga.

Í umræðum um stóriðjuna á Íslandi hefur illa gengið að fá fólk til að skilja að umhverfisvernd er í hávegum höfð með virkjunum og álverum hér á landi. Nú þegar fullreynt er að við erum sennilega ekki gáfaðasta fólkið  í heimi ættum við kannski að skoða betur virkjanakostina og eflingu áliðnaðar. Vera alvöru græn.
mbl.is Dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar gagnvart áliðnaði.

 Eitt er eignarhald á náttúruauðlindum landsins annað hvort eða hvernig auðlindirnar eru nýttar.

 

Trúir fólk að með því að koma í veg fyrir nýtingu á vatnsokru til stóriðju sé verið að vinna einhverja sigra til verndar móður náttúru?  Trúir fólk því að betur verði staðið að stóriðju í langtíburtulandi og mengun minni þar?  Eða trúir fólk því að það verði bara hætt við að framleiða ál? 

 

1,7 tonn af CO2 losna við framleiðslu á hverju tonni af áli hér á landi. Með framleiðslu á áli þar sem rafmagn er framleitt með kolum bætast við 12,5 tonn af CO2 fyrir hvert tonn af áli.

 

1.000.000 tonn af áli framleidd á Íslandi              = 1.700.000 tonn af CO2.

1.000.000 tonn af áli framleidd í langtíburtulandi  = 14.200.000 tonn af CO2

1.700.000 + 12.500.000 eða

 mismunur 12,5 milljón tonn af CO2 eða þrisvar sinnum öll losun á Íslandi í dag. Gerast hlutirnir grænni en það? 

 

 

 



mbl.is Björk: Magma vinnur með AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannesi Hólmsteinn er skynsamur

Hann er skynsamur þegar hann leyfir ekki athugasemdir á bloggsíðu sinni. Mjög skynsamur.

Það er munur að vera maður og míga standandi.

Rölti um í Dýralækna og landbúnaðarháskólanum í Köben fyrir stuttu.  Virti fyrir mér brjóstmyndir af dönskum fræðimönnum frá tímum þegar við Íslendingar vorum nýbúnir að éta handritin sem ekki var bjargað af landi brott. 

Velti fyrir mér atburðarás síðustu ára þegar við Íslendingar sögðum Dani öfundsjúka vegna þess hve miklu fremri við værum. 

Já, það er gott að vera maður og míga standandi, en það er betra að opna buxnaklaufina fyrst.


Heimurinn og við

Þegar fylgst er með ummælum fólks um að umheimurinn sé að snúast á sveif með Íslendingum kemur upp í hugann gamall frasi. " Íslenska lopapeysan slær í gegn á sýningunni í Bella senter í Danmörku".

Ár eftir ár mátti m.a. lesa þetta í blaði allra landsmanna, blaðinu sem aldrei lýgur, Morgunblaðinu.

Síðan hrundi ullarbransinn til grunna.


Benjamín prins og við.

Í dag tókst okkur Íslendingum að koma okkur neðar en áður hefur þekkst í áliti hjá umheiminum.

Þakka ber forsetanum, stjórnarandstöðunni ,að Þráni Bertelsen frátöldum, helmingnum af Vinstri Grænum, InDefence hópnum og þeim 60 þúsund Íslendingum sem hlupu 1. apríl.

Ef litið er á björtu hliðarnar þá virðist sem leiðin geti aðeins legið uppá við, nema við náum stöðugleika í rusl flokki.

 

 

 


Lengi skal manninn reyna.

Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tveimur árum að ég ætti eftir að horfa á Steingrím J. Sigfússon og dást að framgöngu hans, hefði ég sagt viðkomandi ruglaðan.  Fordómar fólks gagnvart áliðnaði og áráttan til að líta á duglegt fólk sem óþrjótandi uppsprettu skatttekna, hefur farið nett í skapið á mér. Í mínum huga hefur Steingrímur verið leiðtogi þess hóps.

 

Fulltrúar flokkanna sem færðu vildarvinum bankanna virðast tilbúnir til að gambla enn meir með fjöregg þjóðarinnar, bara til að komast aftur til valda. 

 

Að horfa á kallinn taka slaginn um Icesave með storminn beint í fangið og leggja pólitískan feril undir er aðdáunarvert. 


Og hver er fréttin?

Reiknar fólk með að villtu dýrin borði fóðurköggla og öll dýrin í skóginum séu vinir?
mbl.is Háhyrningar murkuðu lífið úr höfrungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Andri Snær!

Það fer ekki milli mála að Andri Snær er snjall.  Það hefur ekki nokkur maður grætt eins mikið á  Kárahnjúkavirkjun og álveri Alcoa á Reyðarfirði og Andri Snær. Gildir einu hvort metið er í frægð og frama eða beinhörðum peningum.  Hann er duglegur að mjólka. Til hamingju Andri Snær!
mbl.is Andri Snær hlýtur Kairos verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fair play

 "Reglur FIFA eru mjög skýrar. Regla 5 segir að ákvörðun dómara um atvik leiksins sé endanleg".

Stöðugt er verið að breyta refsingum með skoðun á upptökum frá leikjum. það er ekki boðleg niðurstaða að þessi ákvörðun standi.  Það verður að koma inn "Fair play" svona bull drepur leikinn.

Það verður með óbragð í munni horft á Frakkland spila á Hm, ef ákvörðnin um niðurstöðu leiksins við Íra stendur.


mbl.is Á fótboltinn að færa sér tæknina í nyt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

vangaveltur

Höfundur

Tryggvi L. Skjaldarson
Tryggvi L. Skjaldarson

Er íþrótta-,frétta- og þjóðmálafíkill, genatískur Valsari og stuðningsmaður Manchester United með veiðidellu í ofanálag.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband